Fréttir frá ungó!

Sælt verið fólkið! =)

Ég ætla að reyna henda inn fréttum af og til fyrir ættingja og vini sem eru ekki að fylgjast með á facebookinu! =) 

 Ég ætla að reyna að halda bloggheiðri fjölskyldunnar enda var mamma bloggmeistari með meiru!  (www.gudrunjona.blog.is)

Fréttir núna eru þær að ég og Haffi erum komin út til Ungverjalands aftur eftir árs hlé! Við gistum hjá vini okkur fyrst um sinn meðan við fáum sæmilegt skúmaskot til að búa í.  Vonandi tekur það ekki of langan tíma! 

Þann 20. janúar munum við systkinin og Heiða fara á EM í handbolta! Þrátt fyrir krónu-gengið þá ákváðum við að við ætttum eitthvað ævintýri skilið eftir síðasta ár.. Við erum komin með búninga og málingu og svo er bara að bruna til LINZ i Austurríki og kaupa eitt stykki trommu og öskra af sér vitið á áhorfendapöllunum. 

 

Ég hendi meira hér inn síðar.. svona þegar eitthvað er að gerast! 

kossar og knúsar frá Ungó,

Katan


Loksins færsla eftir mánuði..

Ég hef ekki bloggað í langan tíma enda mikið búið að ganga á hjá okkur.. en hér kemur smá update! 

Árið 2008.  Vá.. það er búið! Þetta ár er búið að vera afar fjölbreytt og skemmtilegt, erfitt en gott. 
Ég ætla að stikla á stóru og ég vona að þið nennið að lesa! =)
Ég fór út til Ungverjalands aftur í febrúar eftir hörkudjamm mánuð í janúar. Sú önn var mjög erfið og kverfjandi en geisilega skemmtileg!!

Sumarið var hreint út sagt æði! Ég vann í manuð hjá pabba og Gunnu á heilsugæslunni og átti þar frábæran mánuð með þeim og krökkunum !!! Við skemmtum okkur konunglega, fórum í göngur og margt fleira. Ég fékk að vera stóra systirin frá 1700 og súrkál og vonandi eitthvað smá kúl! Wink

Seinni part sumars var ég hjá múttu í Reykjavíkinni og vann á Droplaugastöðum, minn gamla og æðislega vinnustað! Þurfti því miður að hætta aðeins fyrr en áætlað.  Frábært sumar með stelpunum og vinnufélögunum sem endaði á geggjaðri ferð til Krít með mömmu, Haffa og Heiðu!

Haustið fór ég út til Ungverjalands aftur.  Spennandi önn hófst með látum sem endaði ekki fyrr en 22. des með RISA prófi sem fór ótrúlega vel!! ótrúlega vel! =)

Það var hins vegar í lok september sem við fengum að vita að æxlið hennar mömmu var komið aftur.  Lítið kríli sem var að þvælast þarna fyrir sem var að valda vandræðum.   Ekki var ástæða að rjúka heim og framundan var meðferð og geislar hjá hetjunni minni. 
Það var fyrir um mánuði síðan að við fengum þær leiðindarfréttir að æxlið var nú töluvert stærra og útbreiddara.  Kom þetta eins og blaut tuska í andlitið á lille familiunni.  Við Haffi ákváðum í samráði við múttu að klára önnina með stæl.  Var það nú eitt það erfiðasta sem ég hef gert, að vera úti, geta ekkert gert fyrir mömmu sín en hún var í góðu mótlæti hjá henni Siggu frænku. 

Ég lenti nú á klakanum aðfaranótt aðfangadags og er búin að eiga æðisleg jól! Yndislegur tími sem við litla familian erum búin að eiga.

Þessa dagana erum við familian með annað lögheimili á krabbameinslækningadeildinni 11-E á hringbraut en við eigum ófáar stundir þar saman. Starfsfólið þar er alveg frábært og eru gull!! Við höfum fengið frábærar heimsóknir og kveðjur og má þá helst nefna Gunnu og Pabba sem bæði kíktu á okkur! Ég verð að segja að ég var ansi stollt af pabba að koma! :) svo fínn klæddur. enda á læknadögum!! Gunna er náttúrluega ótrúleg.  Ég er rosalega heppin að hafa hana sem stjúpmömmu og er sambandið okkar svo sterkt og sérstakt!
Annars heldur baráttan okkar fjölskyldunnar áfram.  Brekkan er ansi brött og hnullungar standa í vegi okkar en við erum ýmsu vön og ætlum að reyna halda áfram ótrauð. Auðvitað hafa komið erfiðir tímar sem manni langar helst að skríða undir sæng og sofa þangað til þetta ástand er á bak og burt en maður fær víst ekki að ráða öllu.  Guð er greinilega að undirbúa okkur undir mikilvæg hlutverk í framtíðinni. Ég vona bara að það verði gefandi.

Í öllu þessu ferli fékk ég tækifæri á að fara á skurðstofu í grænum scrubs og ég verð bara að segja að skurðsviðið sækir fast í mig. Eftir að sjá sérhæfinguna hjá læknum á LSH virðist þetta vera svo mikið að ordera hinu og þessu.. ekkert beint action! Ég er greinilega að fylgjast með vitlausri deild en aldrei hélt ég að ég myndi vilja fara í skurð.. Það er bara spurning hvort það verður úr því. Læknir mun ég verða. Það eitt er víst!

Með þessum pælingum vil ég óska ykkkur gæfuríkt ár og  Þakka fyrir allar kveðjurnar.

Ykkar Kata Björg


Íslenskir námsmenn hrökklast heim

Þar sem ég er námsmaður í Ungverjalandi hefur þessi dýra evra töluverð áhrif á okkur. Eiginlega breytir öllu.

Í dag er evran á um 136 kr og búið er að frysta gengið okkar.  Ungverskan forintan er að lækka þar sem talið er að Ungverjaland er næst í röðinni að lenda í sömu vandræðum og við.

Hvernig getur staðið á því að þegar kr stendur í stað og ungverska forintan er að lækka að allt hækkar töluvert?!?! Skýringarnar sem ég fékk á því eftir langan biðtíma að Visa og mastercard selja erl. gjaldmiðil mikið dýrari en bankarnir.

Hvaða áhrif hefur það á okkur?

Sá peningur sem við borgum með hérna úti þurfum við að taka af debetreikningi okkar.

Áður kostuðu 20 þúsund forintur 10 þús ísl. ("gamla daga")

Skv. Gengi núna hjá bönkum: 20 þús forintur= 12 þús ísl.

Það sem við borgum með debetinu: 20 þús forintur=18 þús ísl!

50 % hærra takk fyrir. 50% það er of mikið fyrir okkur námsmennina. Það er allt of mikið.  

Í dag hafði mastercard af mér 6000 krónur.  Það er alltof mikið fyrir fátæka námsmenn. Það hefði dugað fyrir mat í viku.  

 

Vildi bæta því við að bensinliterinn hérna í Ungverjalandi kostar okkur 280 ísl krónur takk fyrir.

Það er dýrara að búa í ungverjalandi en á íslandi og ungverjaland er í Austur- evrópu. Það er eitthvað sem passar ekki..  

 

Ég er gáttuð, í sjokki og á leiðinni heim og vinna sem sjálfstæður götusópari eins og staðan er núna. 

 


mbl.is Evran dýr hjá kortafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nýafstaðin hátíð á Akureyri.

Langaði bara tengja fréttina við síðustu færslu..


mbl.is 265 mál til lögreglu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

útihátíðir

Liðin helgi á Akureyri.

 

Mér finnst alveg merkilegt hvernig skipuleggjendur útihátiða eða annarra daga takmarka aldur á tjaldstæði.  Eyjafjarðasveit takmarkar aldur við 25 ár, Akranes (að ég held) 20 ár og sama má segja með Akureyri.  NB! Þeim sem er meinaður aðgangur mega koma í fylgd með fullorðnum.  Er þetta gert vegan ófriðarástands sem myndast á hátiðum.  Mér er spurn hverjir eru fullorðnir?

Á Íslandi er lögaldurinn 18 ár.  Þú ert fjárráða, matt gifta þig, kaupa tjaldvagn og hús EN þú getur ekki farið á ákveðin tjaldstæði með fjölskyldu þinni með nýja tjaldvagninn. 

Er þetta leyfilegt? Allir Íslendingar yfir 18 ára eru taldnir fullorðnir, lögráða.  Er leyfilegt að mismuna fólki með þessum hætti? 

Um helgina voru Bíladagar á Akureyri og var ástandið þar í bæ verra en menn muna eftir ÞRÁTT FYRIR aldurinn hafi verið takmarkaður við 20 ár.  Er takmörkunin að skila sér eins og sveitarfélögin vildu? Ekki get ég séð það miðað við fréttir sem bárust frá Akureyri.

Þjóðhátíð er ein stærsta útihátíð sem Íslendingar halda.  10 þúsund manns flykkjast á þessa litlu eyju og fara á (fyrirgefið orðbragðið) á heljarinnar fyllleri.  Þarna eru born, unglingar og foreldrar samankomnir að skemmta sér saman.  Þarna koma margir krakkar sem eru undir tvítugt og ekki get ég sagt að ég hafi orðið vör við sérstöku  ónæði frá þessum krökkum.  Oftar en ekki eru þeir eldri með lætin.

Málið er á Þjóðhátíð er gríðarleg gæsla.  Hvert sem þú snýrð þér sérðu a.m.k. tvo hópa af skærgulum gæslumönnum sem hlaupa til og hjálpa ef þú ert í vanda og skilja að slagsmál.  Auðvitað eru alltaf einhver slagsmál þar sem svona stór hópur kemur saman en með þessa gríðar gæslu er hægt að koma í veg fyrir frekari hópslagsmál og alvarlegum meiðslum.

 

Ég legg því til við sveitarfélögin að þau hafi viðmiðin 18 ár og  auka gæsluna til muna því ekki virðist veita af miðað við nýafstaðna hátíð.   Kostnaður við gæsluna mun borga sig upp með auknum viðskiptum, ásókn og meiri gleði almennt!=)


meirihlutinn fallinn í Dalabyggð!

Kom að því.  Meirihlutinn fallinn í Dalabyggð.  Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart. Tímaspursmál hvenær H-listi léti til skarar skríða.   Fyndið þar sem yfirlýsingarnar hafa flogið hátt á loft um að aldrei hafi friðurinn í Dalabyggð verið meiri! (væntanlega eftir stjórn mömmu hahah).  Samt virðist það vera að alltaf er ófriður þegar H-listinn á í hlut.  Óákveðinn
 Það er greinilegt að margt gerist á bakvið tjöldin....  Nú er það Gunnólfur og N-listinn sem fær að kenna á H-listanum. 


Ég vil bjóða Gunnólfi og N-listann velkominn í hópinn sem svikin hafa verið af H-listanum og þeirra mönnum. Ég óska þeim alls hins besta í samningaviðræðum og vonandi ná þeir að halda meirihluta þá með Vinstri grænum.

Ég legg til við Bæjarbúa Dalamanna að Bjóða H-listanum litið svæði á Norðurpólnum þar sem þeir geta ráðskast að vild, plottað og svikið í friði.  Glottandi  



Salud mín kæru og sjáumst eftir 7 daga!!
Ykkar Kata Björg

DÝRAVINIR ATHUGIÐ

Dýravinir!  Athugið söguna hjá þessari ágætu fjölskyldu.  Hún hefur allavega tvívegis fengið hvolp frá hundaræktuninni Dalsmynni sem hafa þjáðst af einhverjum sjúkdómum eða verið veikir og á endanum dáið.  Þetta finnst mér sláandi!. Undecided

http://www.dyraland.is/dyr/64994/vefbok/  

kíkið á þetta Gasp

Kveðja Kata Björg 

dýravinur 


Afmælið

Ég vil bara þakka öllum fyrir kveðjurnar InLove

Hef verið að drukkna í lestri þannig ég hef engan tíma að blogga... hehe.. En það eru bara um 4 vikur eftir af fyrsta árinu í lækninum.. Svo fáránlega fljótt að líða...W00t 

sumarið er nokkurn veginn komið á hreint. Ég ætla að gera þetta eins og í gamla daga.. Skipta sumrinu í tvennt, vera hjá pabba og co í júní og múttu í júlí og ágúst.. Mamma verður að vera hetja í mánuð lengur en í júlí verðum við bæði heima svo það verður sko dekrað við hana þá! Wink

En ég tók mynd af afmæliskökunni minni sem Kári herbergisfélaginn minn bakaði og skreytti svo fallegaTounge Svo mamma getur verið viss að ég fékk minn afmælisdag með köku og pakka! 

 

 

KAT 21  (var ekki pláss fyrir síðasta a-ðWink)

 

 
ánægð með þessa dýrindis köku.. namm..
 
Svo fékk ég þennan fallega bangsa sem heitir Slaufa Perla Díönudóttir!
 
kveðja í bili,
Kata BjörgLoL
 

 


Sumar og sól

Jæja ég vildi rétt kasta kveðju úr 20° hitanum! blankandi sól og blíða í dag og er ekki frá því að allir Íslendingarnir séu brenndir! Cool

 Vil bara koma með eitthvað upplífgandi og tengist ekki bílstjórum, lögreglu eða mótmælum.. 

svo satt um helgarnar:  

 oh long johnson

 

haha 

Og að lokum  talandi dýr! haha


Nú er nóg komið

Ef ekki lagi með menn??? Að labba upp að lögreglumanni og kýla hann bara eins og ekkert sé eðlilegra?? Gasp  Þetta er alltof langt gengið! ! 

Ekki myndi ég vilja vera á lögguvaktinni í miðbæ Reykjavíkur um helgina.... 

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband