Loksins færsla eftir mánuði..

Ég hef ekki bloggað í langan tíma enda mikið búið að ganga á hjá okkur.. en hér kemur smá update! 

Árið 2008.  Vá.. það er búið! Þetta ár er búið að vera afar fjölbreytt og skemmtilegt, erfitt en gott. 
Ég ætla að stikla á stóru og ég vona að þið nennið að lesa! =)
Ég fór út til Ungverjalands aftur í febrúar eftir hörkudjamm mánuð í janúar. Sú önn var mjög erfið og kverfjandi en geisilega skemmtileg!!

Sumarið var hreint út sagt æði! Ég vann í manuð hjá pabba og Gunnu á heilsugæslunni og átti þar frábæran mánuð með þeim og krökkunum !!! Við skemmtum okkur konunglega, fórum í göngur og margt fleira. Ég fékk að vera stóra systirin frá 1700 og súrkál og vonandi eitthvað smá kúl! Wink

Seinni part sumars var ég hjá múttu í Reykjavíkinni og vann á Droplaugastöðum, minn gamla og æðislega vinnustað! Þurfti því miður að hætta aðeins fyrr en áætlað.  Frábært sumar með stelpunum og vinnufélögunum sem endaði á geggjaðri ferð til Krít með mömmu, Haffa og Heiðu!

Haustið fór ég út til Ungverjalands aftur.  Spennandi önn hófst með látum sem endaði ekki fyrr en 22. des með RISA prófi sem fór ótrúlega vel!! ótrúlega vel! =)

Það var hins vegar í lok september sem við fengum að vita að æxlið hennar mömmu var komið aftur.  Lítið kríli sem var að þvælast þarna fyrir sem var að valda vandræðum.   Ekki var ástæða að rjúka heim og framundan var meðferð og geislar hjá hetjunni minni. 
Það var fyrir um mánuði síðan að við fengum þær leiðindarfréttir að æxlið var nú töluvert stærra og útbreiddara.  Kom þetta eins og blaut tuska í andlitið á lille familiunni.  Við Haffi ákváðum í samráði við múttu að klára önnina með stæl.  Var það nú eitt það erfiðasta sem ég hef gert, að vera úti, geta ekkert gert fyrir mömmu sín en hún var í góðu mótlæti hjá henni Siggu frænku. 

Ég lenti nú á klakanum aðfaranótt aðfangadags og er búin að eiga æðisleg jól! Yndislegur tími sem við litla familian erum búin að eiga.

Þessa dagana erum við familian með annað lögheimili á krabbameinslækningadeildinni 11-E á hringbraut en við eigum ófáar stundir þar saman. Starfsfólið þar er alveg frábært og eru gull!! Við höfum fengið frábærar heimsóknir og kveðjur og má þá helst nefna Gunnu og Pabba sem bæði kíktu á okkur! Ég verð að segja að ég var ansi stollt af pabba að koma! :) svo fínn klæddur. enda á læknadögum!! Gunna er náttúrluega ótrúleg.  Ég er rosalega heppin að hafa hana sem stjúpmömmu og er sambandið okkar svo sterkt og sérstakt!
Annars heldur baráttan okkar fjölskyldunnar áfram.  Brekkan er ansi brött og hnullungar standa í vegi okkar en við erum ýmsu vön og ætlum að reyna halda áfram ótrauð. Auðvitað hafa komið erfiðir tímar sem manni langar helst að skríða undir sæng og sofa þangað til þetta ástand er á bak og burt en maður fær víst ekki að ráða öllu.  Guð er greinilega að undirbúa okkur undir mikilvæg hlutverk í framtíðinni. Ég vona bara að það verði gefandi.

Í öllu þessu ferli fékk ég tækifæri á að fara á skurðstofu í grænum scrubs og ég verð bara að segja að skurðsviðið sækir fast í mig. Eftir að sjá sérhæfinguna hjá læknum á LSH virðist þetta vera svo mikið að ordera hinu og þessu.. ekkert beint action! Ég er greinilega að fylgjast með vitlausri deild en aldrei hélt ég að ég myndi vilja fara í skurð.. Það er bara spurning hvort það verður úr því. Læknir mun ég verða. Það eitt er víst!

Með þessum pælingum vil ég óska ykkkur gæfuríkt ár og  Þakka fyrir allar kveðjurnar.

Ykkar Kata Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Baráttu- og hlýjar kveðjur til ykkar allra....Auðvitað verður þú læknir og það afburða góður læknir

Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eigðu gott ár gullið mitt.

Ég panta tíma hjá þér um leið og þú verður læknir!

Gangi ykkur vel

Hólmdís Hjartardóttir, 5.2.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

knus a thig vinan,mamma thin er hetja.

Ásta Björk Solis, 5.2.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband