Afmælið

Ég vil bara þakka öllum fyrir kveðjurnar InLove

Hef verið að drukkna í lestri þannig ég hef engan tíma að blogga... hehe.. En það eru bara um 4 vikur eftir af fyrsta árinu í lækninum.. Svo fáránlega fljótt að líða...W00t 

sumarið er nokkurn veginn komið á hreint. Ég ætla að gera þetta eins og í gamla daga.. Skipta sumrinu í tvennt, vera hjá pabba og co í júní og múttu í júlí og ágúst.. Mamma verður að vera hetja í mánuð lengur en í júlí verðum við bæði heima svo það verður sko dekrað við hana þá! Wink

En ég tók mynd af afmæliskökunni minni sem Kári herbergisfélaginn minn bakaði og skreytti svo fallegaTounge Svo mamma getur verið viss að ég fékk minn afmælisdag með köku og pakka! 

 

 

KAT 21  (var ekki pláss fyrir síðasta a-ðWink)

 

 
ánægð með þessa dýrindis köku.. namm..
 
Svo fékk ég þennan fallega bangsa sem heitir Slaufa Perla Díönudóttir!
 
kveðja í bili,
Kata BjörgLoL
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábært Kata litla!  Móðurhjartað aðeins rórra núna, Kári hefur ekki klikkað með súkkulaðikökuna (sem ég verð að fá að smakka við tækifæri Kári!) og Haffi hefur náttúrlega hitt í mark með Slaufu  Perlu Díönudóttur. 

Pakkinn þinn fer alveg að koma, síðasti sjéns í fyrramálið að biðja mig um eitthvað sérstakt aukalega í pakkan.

Það verður vitlaust að gera í sumar, pöbbarölt og svo dekur, vá hvað ég hlakka til

Saknaðarkveðjur frá Fróni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 21:02

2 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, LITLA FRÆNKA   Gangi þér áfram vel í prófunum !  Sjáumst í sumar.  Kærar kveðjur úr Keflavíkinni til þín og Haffa. 

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Til hamingju með afmælið og gangi þér vel í próflestrinum.

Sigrún Óskars, 4.5.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 5.5.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband