Íslenskir námsmenn hrökklast heim

Þar sem ég er námsmaður í Ungverjalandi hefur þessi dýra evra töluverð áhrif á okkur. Eiginlega breytir öllu.

Í dag er evran á um 136 kr og búið er að frysta gengið okkar.  Ungverskan forintan er að lækka þar sem talið er að Ungverjaland er næst í röðinni að lenda í sömu vandræðum og við.

Hvernig getur staðið á því að þegar kr stendur í stað og ungverska forintan er að lækka að allt hækkar töluvert?!?! Skýringarnar sem ég fékk á því eftir langan biðtíma að Visa og mastercard selja erl. gjaldmiðil mikið dýrari en bankarnir.

Hvaða áhrif hefur það á okkur?

Sá peningur sem við borgum með hérna úti þurfum við að taka af debetreikningi okkar.

Áður kostuðu 20 þúsund forintur 10 þús ísl. ("gamla daga")

Skv. Gengi núna hjá bönkum: 20 þús forintur= 12 þús ísl.

Það sem við borgum með debetinu: 20 þús forintur=18 þús ísl!

50 % hærra takk fyrir. 50% það er of mikið fyrir okkur námsmennina. Það er allt of mikið.  

Í dag hafði mastercard af mér 6000 krónur.  Það er alltof mikið fyrir fátæka námsmenn. Það hefði dugað fyrir mat í viku.  

 

Vildi bæta því við að bensinliterinn hérna í Ungverjalandi kostar okkur 280 ísl krónur takk fyrir.

Það er dýrara að búa í ungverjalandi en á íslandi og ungverjaland er í Austur- evrópu. Það er eitthvað sem passar ekki..  

 

Ég er gáttuð, í sjokki og á leiðinni heim og vinna sem sjálfstæður götusópari eins og staðan er núna. 

 


mbl.is Evran dýr hjá kortafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

var búin að svara þér...en hefur horfið.

Já þetta er svakalegt ástand.....kannski skánar það á næstu dögum..Gangi þér vel Kata mín og bestu kveðjur.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Íslenskir námsmenn erlendis, eiga alla mína samúð

Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Við skulum sjá hvort að það vindist ekki eitthvað ofan af því kaosi sem ríkir í allt og öllu. Mjög einkennilegt ef fyrirtækið (Valitor) getur verið með sitt eigið gengi, og haft það svona eftir behag. Þetta hlýtur að skýrast, mín kæra

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Katrín

ekki gefast upp þó á móti bási nafna mín.  Erfiðleikarnir eru til að yfirstíga þá og öll él birta upp um síðir.  Vissulega eru þetta órólegir tímar en ég er viss um að þegar líður á vikuna mun ástandið verða stabílla a.m.k. hvað fjármálamarkaðinn áhrærir. 

Þau gömlu gátu ekki í neina LÍn sjóð sótt og ekki var gengið á íslensku krónunni gott á sjötta áratugnum.  En með segilunni hafðist það allt og þó þu þurfir að eta svínkótilettur í öll mál( var ódýrast í Bretlandi þá:)) þá gerir þú það bara vina og brosir í gegnum tárin.

Tante Katarína sem man tímanna tvenna

Katrín, 9.10.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: Katrín

úpps á að vera ..tímana tvenna

Katrín, 9.10.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband