12.4.2008 | 22:57
Skólinn
Ég er sek um að vera arfaslakur bloggari.. allavega þessa dagana. Ég hef reyndar mjög góða afsökun, skóli. Það nær engri átt hvað það er fáranlega mikið að gera! Ég hlæ af 6 vikna stúdentsprófatímabilinu í MR, ekkert miðað við þetta. Ég svaf í 27 tíma á tveimur dögum síðustu helgi og hef varla getað borðað heila máltíð í 2 vikur út af stressi. I rest my case.
Annars er ég búin að finna hvar myndarlegu mennirnir og drengir í Ungverjalandi fela sig ! Á hárgreiðslustofum! Þar eru þeir!! og NB! þeir klæðast EKKI smekkbuxum... stóóór plús! Reyndar eru myndarlegir menn út um allt þessa dagana! Ætli það sé sumarið?? Ekki skemmir fyrir að það fer að styttast í heimkomu! einungis 7 vikur eftir (ef allt fer eftir áætlun)! Mér finnst ég hafa komið í gær! Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða. Áður en ég veit af mun ég vera stödd upp í brekku, með góðgæti í brúsa og trallandi við sönginn hans Árna Johnsens! get ekki beðið!!
Yndislegt...
Ég er ekki ennþá komin með vinnu í sumar en hef nú sótt um á nokkrum stöðum... Áhugaverðast fannst mér: Aðstoðadýrahirðir í Fjölskyldu-og dýragarðinum! Fulllkomið starf !! Annars starfa ég bara sem sjálfstæður götusópari!
Þar sem þessi strumpapróf eru gríðarvinsæl á netheimnum ákvað ég að athuga hvaða strumpur ég væri. Ég ljós kom að ég er tvískiptur persónuleiki...
Það er kannski eitthvað til í þessu..... ?
Athugasemdir
Báðar lýsingarnar eiga vel við mína ástkæru dóttur, heldur betur. '
Ég hefði gjarnan viljað sjá bróður þinn taka sama próf, þú bara verður að fá hann til að taka prófið og birta niðurstöður hér
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:50
P.S fara Ungverjar ekki í stuttbuxur eins og aðrir
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:51
Gott að heyra hvað þu ert hress elsku keddlingin mín....komdu bara á Heilsuverndarstöðina.
Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2008 kl. 02:03
á hárgreiðslustofum Ég þarf einmitt að fara í klippingu
Hafðu sem best í 20 stiga hitanum litla frænka og gangi þér vel með lesturinn. Kveðjur til Haffa
Katrín, 13.4.2008 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.