Vangaveltur um innflytjendur

Undanfarna daga og viku hef ég fylgst með málum innflytjenda á bloggsíðum.  Þar er ,,rætt" fram og til baka um útlendinga, fjölþjóðasamfélög, rasisma og fleira.  Oftast en ekki hafa þessar umræður endað í persónulegum árásum út og suður að það liggur við að maður þurfi að vera í stálbrynju allan hringinn bara við það eitt að kíkja inn á síðurnar.  

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunnar að takmarka flæði útlendinga, stoppa í skamma stund og hlúa vel að þeim sem við höfum hér nú þegar.   Það er staðreynd að ekki er ennþá haldið nógu vel utan um þá útlendinga sem eru komnir á landið og það þarf að laga.. Hvernig ?  Það er stóra spurningin. Ég mun ekki reyna svara henni hér.  

Mikið hefur verið talað um líkamsárásir erlendra manna, þá sérstaklega þeirra frá austur Evrópu.  Þær eru grófar og það er eins og þeir svífast einskis (eins og árásin á lögreglumennina).  Ég bý í austur Evrópu og ég finn það að hér gildir allt annað lögmál, nokkurn veginn ,,þeir hæfustu lifa af".  Lögreglan hefur ekkert að segja, hefur í raun ekkert vald.  Það sem gildir hér er: ,,Hnefi fyrir hnefa".  þú gætir alveg eins hringt á McDonalds eins og að hringja í lögregluna hérna..

Í því tilefni vil ég að krafist sé um sakar- og heilbrigðisvottorð. Ég las einmitt grein fyrir einhverju síðan þar sem erlend kona vildi það nákvæmlega sama þar sem örfáir menn eru að skemma fyrir þeim löghlýðnu og duglegu erlendu fólki.

Vangaveltur mínar eru út og suður í þessari færslu og biðst ég afsökunar á því. Ég snerist marga hringi í umræðunni á bloggsíðunum og ég er ennþá að jafna mig á svimanum. Fólk ætti því að hætta eyða orkunni sinni í persónulegar árásir, fá sér einn góðan banana, fylla batteríin og nýta orkuna í málefnilegar umræður.  

Ég mun alltaf muna eftir hópi af Pólverjum upp í Leifstöð í haust. Nýlentir á eyjuna fögru. Kampakátir með vonina skínandi úr augunum.... Ég varð leið og hugsaði: ef þeir bara vissu hvað biði þeirra...  

Ég vona að enginn hafði hugsað svona um mig þegar lenti í Búdapest. . . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er sammála þér varðandi sakar- og heilbrigðisvottorð.  Ekki spurning.  Hins vegar er óþarfi að vorkenna þeim öllum.  Ég vinn með nokkrum og þeir eru næstum ofdekraðir.   Fá semsagt mjög góðan aðbúnað og eru ánægðir.

Anna Einarsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Katan

Það er gaman að heyra loksins eitthvað jákvætt um aðnúnaðinn!  !

Katan , 3.4.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Flestir innflytjendur eru almennilegir einstaklingar en skemmdu eplin í körfunni hafa sín áhrif. Eins og þú þekki vel þá er eins konar,,mafía" starfandi víða í Austantjaldslöndunum. Um að gera að leiða hana algjörlega hjá sér.

Frjálst og óheft flæði verður til þess að við fáum sakamenn inn líkt og aðra. Sem sé bland í poka. Aðrar þjóðir hafa verið ötullar við að sigta úr hópum.

Vonandi jafnar þú þig  á svimanum hið fyrsta. Þú mátt ekki verða ,,spinnegal"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jæja Katrín Björg. Þú ert sjálf útlendingur. En auðvitað þarf að taka vel á móti því fólki sem hér kemur. Mér finnst ekkert að því að biðja um sakavottorð þeirra sem setjast hér að. Það leysir samt ekki þann vanda að hingað koma glæpamenn sem ferðamenn og stoppa í stuttan tíma. En ég vil henda því fólki sem hér brýtur lög strax út úr landinu. Ég vil ekki að við þurfum að borga vistina þeirra á Litla Hrauni.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.4.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Katan

Já ég er einmitt útlendingur hérna og það er sama vandamál hér.. alltof hröð auking á erlendu fólki á stuttum tíma.. Samfélagið hérna er ekki að höndla það (þá meina hér í Ungverjalandi). Sem betur fer erum við Íslendingar svo líkir ungverjum þannig við erum ekki að lenda í nærri því miklum vandræðum og bekkjarfélagar mínir sem eru litaðir. 

Og ég er alveg sammála þér Hólmdís. 

Katan , 4.4.2008 kl. 16:03

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

!  Ætla ekki að tjá mig um innflytjendamál að sinni.

Sigrún Jónsdóttir, 5.4.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband