meirihlutinn fallinn í Dalabyggð!

Kom að því.  Meirihlutinn fallinn í Dalabyggð.  Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart. Tímaspursmál hvenær H-listi léti til skarar skríða.   Fyndið þar sem yfirlýsingarnar hafa flogið hátt á loft um að aldrei hafi friðurinn í Dalabyggð verið meiri! (væntanlega eftir stjórn mömmu hahah).  Samt virðist það vera að alltaf er ófriður þegar H-listinn á í hlut.  Óákveðinn
 Það er greinilegt að margt gerist á bakvið tjöldin....  Nú er það Gunnólfur og N-listinn sem fær að kenna á H-listanum. 


Ég vil bjóða Gunnólfi og N-listann velkominn í hópinn sem svikin hafa verið af H-listanum og þeirra mönnum. Ég óska þeim alls hins besta í samningaviðræðum og vonandi ná þeir að halda meirihluta þá með Vinstri grænum.

Ég legg til við Bæjarbúa Dalamanna að Bjóða H-listanum litið svæði á Norðurpólnum þar sem þeir geta ráðskast að vild, plottað og svikið í friði.  Glottandi  



Salud mín kæru og sjáumst eftir 7 daga!!
Ykkar Kata Björg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

3 dagar í niðurstöður í Dölum, 4 dagar í heimkomu þína

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband