11.1.2010 | 17:40
Fréttir frá ungó!
Sælt verið fólkið! =)
Ég ætla að reyna henda inn fréttum af og til fyrir ættingja og vini sem eru ekki að fylgjast með á facebookinu! =)
Ég ætla að reyna að halda bloggheiðri fjölskyldunnar enda var mamma bloggmeistari með meiru! (www.gudrunjona.blog.is)
Fréttir núna eru þær að ég og Haffi erum komin út til Ungverjalands aftur eftir árs hlé! Við gistum hjá vini okkur fyrst um sinn meðan við fáum sæmilegt skúmaskot til að búa í. Vonandi tekur það ekki of langan tíma!
Þann 20. janúar munum við systkinin og Heiða fara á EM í handbolta! Þrátt fyrir krónu-gengið þá ákváðum við að við ætttum eitthvað ævintýri skilið eftir síðasta ár.. Við erum komin með búninga og málingu og svo er bara að bruna til LINZ i Austurríki og kaupa eitt stykki trommu og öskra af sér vitið á áhorfendapöllunum.
Ég hendi meira hér inn síðar.. svona þegar eitthvað er að gerast!
kossar og knúsar frá Ungó,
Katan
Athugasemdir
Bestu kveðjur frá Íslandi.
Þið eigið ævintýrið svo sannarlega skilið og vonandi fáið þið eintóma sigurleiki.
Anna Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 23:35
óje beibehh ;)
Heiða (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 16:59
innlitskvitt og kveðjur
Sigrún Óskars, 17.1.2010 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.