Ungverjaland (skemmtilesning)

Eins og ég segi í kynningunni minni þá kem ég með nokkrar sögur héðan út austrinu og þessi dagur er tilvalinn fyrir smá kynningu. (ágætt að fá skemmtilesningu af og til) 

Eins og flest ykkar vita er ég stödd í Debrecen sem er næst stærsta borgin í Ungverjalandi með um 200.000 íbúum.  Ég sunda nám við háskólann hér í bæ og eru íslenskir nemendur um 60-70 dreifðir um árin.  

Mynd af aðalbyggingu skólans:  

 

skólinn minn

 

 

Sögulegur fróðleiksmoli um Debrecen (Wikipedia.org) :

Debrecen  fór illa út úr WWII og eyðilagðist nánast öll. Um 70% bygginga eyðilagðist nokkuð en um 50% eyðilögðust algerlega.  Eftir stríðið hófst uppbygging að nýju og varð Debrecen höfuðborg landsins í smá tíma.   

Merkilegt nokk!  

Nokkrir tilgangslausir fróðleiksmolar :

  • Það fyrsta sem fór fyrir brjóstið á mér að Ungverjar snýta sér hvar sem er og eru sko ekkert að fela það. Í fyrirlestrum, á veitingastöðum og í trammanum.. Pinch
  • Annað merkilegt er að þeir eru ótrúlega ástfangnirInLove! Pörin hika ekki við að stoppa hvar sem er og tjá ást sína á ýmsan máta. . W00t
  • Ungverjaland er himnaríki fyrir karlmenn þar sem ungverskar konur klæða sig í eins efnislitlar flíkur og mögulegt er.. (því miður erum við konurnar ekki jafn heppnar.) Þær nota einnig óhikað rauða og appelsínugula hárliti og hlébarðamunstur.
  • Möllet (sítt að aftan ) er aðal málið í hárgreiðslunni hjá drengjunum!  
  •  Búningar verkamanna, sjúkraflutningamanna og fleiri einkennisbúningar eru flestir smekkbuxur. Grænar, rauðar, bláar... 
  • Skólinn er mjöög góður og strangur. Til dæmis var einn kennarinn okkar í Anatomiu tilnefndur til Nóbelsverðlauna! Enda mjög sérstakur maður! Wink
  • í dag náði hitinn upp í 18° !  Happy
  • Bjórinn er á um 150 kr. á veitingastöðum 

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili..

Vonandi höfðuð þið gaman að lesa um eitthvað annað en riflildi um innflytjendur Smile

Kveðja úr hitanum !

Kata Björg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skemmtilegur fróðleikur, og skemmtilega framsettur.  Þú lofar góðu.

Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Drekktu nú fyrir mig einn ódýaran bjór. Er bjórinn annars góður? kveðja úr kuldanum.

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þær eru flottar skvísurnar, grindhoraðar, barmmiklar (silkon?) og skrautlegar í útliti. Margra þó fallegar. Karlmennirnir myndalegir margur hver en svakalega illa tenntir enda launin ekki há þarna úti

Hvernig gengur að losna við alla maurana??? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Katrín

Ég þarf nú að koma og taka út gæjana í smekkbuxunum

Katrín, 1.4.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hafði gaman af þessari lesningu. 

Anna Einarsdóttir, 3.4.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband