Gróusögur..

Á lífsleiðinni kynnumst við alls kyns fólki af öllum stærðum og gerðum.  Það getur verið góðhjartað, falskt, hjálpsamt, indælt, svikult, "slúðrarar", nöldrarar og svo lengi mætti telja.  Það er alveg sama hvar á lífsleiðinni við munum alltaf vera í kringum fólki sem getur látið okkur líða illa, tætt okkur niður andlega og dregið alla orku úr okkur. Slúður og sögusagnir reika um í lausu lofti og því miður dæmir fólk oft eftir þessum sögum.  

Í litlum samfélögum er þetta mjög áberandi.  Ég kem nú frá einu litlu þar sem þvottavélakaup varð af slúðri.  Sideways  Á Þeim tíma urðum við fjölskyldan að taka afdrifaríka ákvörðun. Að leyfa þeim að brjóta okkur niður eða standa bein í baki og hunsa þau.  Við tókum síðari möguleikann. 

Ég hef aldrei verið jafn stollt af móður minni (Guðrúnu Jónu) þegar ég sá hana labba inn í herbergi, fullu af fólki sem hafði stundað að berja hana niður í orðsins fyllstu merkingu, beina í baki og brosa!

Þann dag ákvað að hlusta ekki á sögusagnir, að hætta láta fólk tæta mig niður var einn besti dagur lífs míns. Þvílíkur munur! Shocking   þegar ég fer að falla í sömu gryfju og þegar ég bjó í þessum ágæta bæ en þá hugsa ég um þennan dag og minni sjálfa mig á að standa bein í baki og brosa! Grin

Lífið verður bara svo miklu betra! InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gróusögur geta bitið svakalega í mann. En þarna brást mamma þín hárrétt við, og allir sem heyra þessa sögu ættu að vera rosalega stolt af henni.  Að geta látið sem að ekkert sé, er bara flott.
Takk fyrir færsluna, tilvalið að láta vita af mér, innlitskvitt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar þessi ákvörðun hefur verið tekin.... að láta umtal ekki á sig fá.... er eins og maður öðlist frelsi.  Frábær tilfinning. 

Anna Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Flott færsla

Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Frábær ákvörðun.Þeir sem hefja gróusögur geta sjálfir fallið.

Guðjón H Finnbogason, 30.3.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

þið eruð sterk og flott fjölskylda

Sigrún Jónsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gróusögur o.þ.h segir meira um þann sem ber þær út en þann sem um er rætt, svo mikið er víst. Vissuelga erfitt á stundum að leiða þær hjá sér, þeim er ætlað að meiða og særa en þegar maður nær þeim þroska að leyfa þeim ekki bíta sig, er merkum áfanga náð.

Umfram allt, aldrei að fara á sama plan og Gróa á Leiti, dóttir góð

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 06:51

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þið eruð flottar mæðgurnar . Varðandi gróu á leiti , þá er sú skaðræðisskepna ansi lífseig en mér hefur alltaf fundist best að hlæja framan í kvikindið . kv .

Georg Eiður Arnarson, 31.3.2008 kl. 10:12

8 identicon

já tek undir það, sá hæfileiki að geta látið illkvittnar ásakanir og kjaftasögur sem vind um eyru þjóta er gífulega sterkur kostur, frelsi, eins og Róslín Alma orðar það. auðveldar manni að njóta lífsinns í friði :)

Haffi bróðir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband