7.7.2010 | 22:43
Enn eitt vindhöggið!
Já hún mætti aðeins fara skoða sinn gang hún frú Heilbrigðisráðherra!
,,Ég held þó að það séu miklu fleiri sem ætla að vera hér áfram og klára þessa dýfu. Ég hef sagt það áður að ég hef ekki orðið vör við læknaflótta." (Pressan.is)
ÉG veit fyrir vísu að Sigurður Böðvarsson er ekki sá fyrsti að fara úr landi og klárlega ekki sá síðasti. Eftir 15 ára nám að fá 60 kr hærra tímakaup en Starfstulka á kaffihúsi (með fullri virðingu fyrir hinum ágætu kaffihúsastarfsmönnum).
Þetta gengur ekki! Því fyrr sem hún áttar sig á því, því betra.. Ég er ekki að tala um fyrir læknana heldur sjúklingana!!
Ég sem læknanemi sé ekki ástæðu að koma heim og vinna.. Nei takk fyrir pent..
Enn eitt vindhögg ráðherrans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnst þér líklegt að það sé satt að Sigurður Böðvarsson hafi svipuð kjör og starfsstúlka á kaffihúsi? Ef þú virkilega trúir því þá er ég fegin að þú komir ekki heim. Ég myndi ekki treysta slíkum lækni. kv. valdimar.
valdimar (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 23:16
Auðvitað kanna menn mál sitt, þegar menn geta fengið góð laun erlendis. Sigurður og fleiri hafa varað við þessari hættu og nú mætir þeim bara skætingur.
TómasHa, 7.7.2010 kl. 23:18
Valdimar: http://www.laeknabladid.is/tolublod/2010/0708/nr/3900 mæli með þessari grein ef þú ert ekki búinn að lesa hana :) Hvort það muni 60 kr. eða 60.000 þá eru launin til skammar.
Mér þykir miður þú ert feginn að ég komi ekki heim.. Þú gætir einhvern tímann þurft á minni hjálp að halda, hér heima (ef ástandið verður betra og ég komist heim) nú eða á ferðalagi um norðurlöndin :)En auðvitað vona ég að það muni ekki vera raunin! :)
mbkv. Katrín
Katan , 7.7.2010 kl. 23:26
Það er með ólíkindum að V.G. geti ekki telft fram frambærilegu fólki til að gegna ráðherraembætti. Álfheiður er frægur fílupúki, og talar einatt niður til fólks. Hún telur sig greinilega hafa efni á því, hún er jú stórerfingi og veit sjálf ekki aura sinna tal. Kanski hún sé ráðherra þess vegna.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 23:30
Sæl Katrín.
Ég skil það mjög vel að þú hafir lítinn áhuga á að koma heim til starfa við þessar aðstæður. Gangi þér vel í náminu.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 7.7.2010 kl. 23:55
Talandi um góð laun kaffiveitingafólks. Eftir 15 ár í starfi er lögreglumaður með 1840 kr. á tímann í dagvinnu. Það eru fleiri sem fá ekki laun í samræmi við ábyrgð, álag og erfitt starfsumhverfi.
Fólk gerir upp við sig hvað er mikilvægast í lífinu og lifir skv. því.
Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 09:31
Takk fyrir það Sigurjón! :)
Runólfur: Þetta er náttúrulega ekki hægt! Ótrúlegt að löggæslan er svelt eins og staðreynd er!
Katan , 8.7.2010 kl. 09:49
Það er greinilegt að #1 valdimar er VG maður, og kannski er hann skyldur Álfheiði, þvílíkur er hrokinn í manninunm. Eins kemur hann ekki fram undir fullu nafni sem sýnir manndóm hans eða mannleysu.
VG hefur engu hæfu fólki á að skipa til að gegna ráðherraembættum, allavega ekki í "jásystkynahópi" Steingríms foringja.
Ég er svo sammála öðrum hér, að laun ættu að miðast við ábyrgð og álag hverrar starfsstéttar, svo og náms.
En ég vona svo sannarlega að síðuhöfundur komist heim til að sinna sjúkum löndum sínum, okkur vantar alltaf gott fólk
Hafsteinn Björnsson, 8.7.2010 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.