Ungverjaland (skemmtilesning)

Eins og ég segi í kynningunni minni þá kem ég með nokkrar sögur héðan út austrinu og þessi dagur er tilvalinn fyrir smá kynningu. (ágætt að fá skemmtilesningu af og til) 

Eins og flest ykkar vita er ég stödd í Debrecen sem er næst stærsta borgin í Ungverjalandi með um 200.000 íbúum.  Ég sunda nám við háskólann hér í bæ og eru íslenskir nemendur um 60-70 dreifðir um árin.  

Mynd af aðalbyggingu skólans:  

 

skólinn minn

 

 

Sögulegur fróðleiksmoli um Debrecen (Wikipedia.org) :

Debrecen  fór illa út úr WWII og eyðilagðist nánast öll. Um 70% bygginga eyðilagðist nokkuð en um 50% eyðilögðust algerlega.  Eftir stríðið hófst uppbygging að nýju og varð Debrecen höfuðborg landsins í smá tíma.   

Merkilegt nokk!  

Nokkrir tilgangslausir fróðleiksmolar :

  • Það fyrsta sem fór fyrir brjóstið á mér að Ungverjar snýta sér hvar sem er og eru sko ekkert að fela það. Í fyrirlestrum, á veitingastöðum og í trammanum.. Pinch
  • Annað merkilegt er að þeir eru ótrúlega ástfangnirInLove! Pörin hika ekki við að stoppa hvar sem er og tjá ást sína á ýmsan máta. . W00t
  • Ungverjaland er himnaríki fyrir karlmenn þar sem ungverskar konur klæða sig í eins efnislitlar flíkur og mögulegt er.. (því miður erum við konurnar ekki jafn heppnar.) Þær nota einnig óhikað rauða og appelsínugula hárliti og hlébarðamunstur.
  • Möllet (sítt að aftan ) er aðal málið í hárgreiðslunni hjá drengjunum!  
  •  Búningar verkamanna, sjúkraflutningamanna og fleiri einkennisbúningar eru flestir smekkbuxur. Grænar, rauðar, bláar... 
  • Skólinn er mjöög góður og strangur. Til dæmis var einn kennarinn okkar í Anatomiu tilnefndur til Nóbelsverðlauna! Enda mjög sérstakur maður! Wink
  • í dag náði hitinn upp í 18° !  Happy
  • Bjórinn er á um 150 kr. á veitingastöðum 

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili..

Vonandi höfðuð þið gaman að lesa um eitthvað annað en riflildi um innflytjendur Smile

Kveðja úr hitanum !

Kata Björg 


Gróusögur..

Á lífsleiðinni kynnumst við alls kyns fólki af öllum stærðum og gerðum.  Það getur verið góðhjartað, falskt, hjálpsamt, indælt, svikult, "slúðrarar", nöldrarar og svo lengi mætti telja.  Það er alveg sama hvar á lífsleiðinni við munum alltaf vera í kringum fólki sem getur látið okkur líða illa, tætt okkur niður andlega og dregið alla orku úr okkur. Slúður og sögusagnir reika um í lausu lofti og því miður dæmir fólk oft eftir þessum sögum.  

Í litlum samfélögum er þetta mjög áberandi.  Ég kem nú frá einu litlu þar sem þvottavélakaup varð af slúðri.  Sideways  Á Þeim tíma urðum við fjölskyldan að taka afdrifaríka ákvörðun. Að leyfa þeim að brjóta okkur niður eða standa bein í baki og hunsa þau.  Við tókum síðari möguleikann. 

Ég hef aldrei verið jafn stollt af móður minni (Guðrúnu Jónu) þegar ég sá hana labba inn í herbergi, fullu af fólki sem hafði stundað að berja hana niður í orðsins fyllstu merkingu, beina í baki og brosa!

Þann dag ákvað að hlusta ekki á sögusagnir, að hætta láta fólk tæta mig niður var einn besti dagur lífs míns. Þvílíkur munur! Shocking   þegar ég fer að falla í sömu gryfju og þegar ég bjó í þessum ágæta bæ en þá hugsa ég um þennan dag og minni sjálfa mig á að standa bein í baki og brosa! Grin

Lífið verður bara svo miklu betra! InLove


Harður bloggheimur

Ég ákvað að breyta aðeins til og færa mig yfir hingað á blog.is Allavega athuga hvernig mér líkar hérna. (Hitt bloggið mitt er: www.katan.bloggar.is)

Ég var í smá tíma að ákveða hvort ég ætti að fara út í ,,þennan" blog.is heim eftir að hafa skoðað margar síður og fylgst með umræðunni síðustu daga.. Í umræðunni eru persónulegar árásir á hægri, vinstri og bara fyrir það eitt að vera ekki sammála..FootinMouth

En ég læt mig vaða og get loksins komið undir nafni í umræðum!  LoL  Bý til þykkan skráp og hoppa út í stríðið.. 

Wish me luckW00t

Kata Björg 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband