Vienna!

Já .. Víenna hefur verið frábær hingað til! Austurríkismenn eru yndislegir í alla staði.

Dæmi um það að við sátum með nokkrum á Danaleiknum og þeir ákvaðu að lána okkur Trommur á þeim leik.. Haldiði ekki að við höfum hittt þau á rússleiknum og þau bara "hentu" trommunum upp til okkar!! enda snillingar.is

Höllin er með gríðarspes system.  Við fengum hræðilega miða (langt í burtu) frá HSI (þannig pú á HSI fyrir skipulag) en ekki er hægt að færa sig neðar þrátt fyrir að höllin sé tóm... Búið er að hirða af okkur allla lúðra nú því þeir gefa frá sér svo mikil læti.. samt sem áður má hafa trompeta og önnur hljóðfærði og riiiisatrommur en EKKI lúðra.. Röddin fékk því aðeins að finna meira fyrir því .... hehe.. 

Stemningin í Vín er öðruvísi en í Linz.. Hópurinn er ekki nærri eins stór og er hann svo dreifður um borgina að það er erfitt að fá þessa hópstemningu.. Ætlunin fyrir leikinn á morgun er þó að reyna fá upp stemningu og mæta á pöbb fyrir leik því þetta er jú bara úrslitaleikur! 

 

Við erum samt sem áður í grííííðarstemningu og tilbúin í næsta leik!! 

 

Vonandi náið þið sem flest að fylgjast með!! 

ÁFram Ísland!!! 

 

Katan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband